Jarðhiti og jarðarauðlindir

Forsölutilboð 5.000 kr.

Stefán Arnórsson, prófessor emeritus í jarðefnafræði, verður 75 ára hinn 6. desember 2017.

Af því tilefni hyggst Hið íslenska bókmenntafélag gefa út honum til heiðurs bók sem hann hefur samið og ber heitið Jarðhiti og jarðarauðlindir.

Í bókinni fjallar Stefán um rannsóknir á jarðhita og nýtingu hans og annarra auðlinda jarðar á grundvelli reynslu sinnar sem jarðefnafræðingur við rannsóknir og ráðgjöf á þessu sviði í meira en hálfa öld. Ritstjórn skipa Halldór Ármannsson, Ingvi Gunnarsson, Sigurður Reynir Gíslason og Sigurður H. Markússon.

Ef þú vilt panta bókina og fá nafn þitt skráð á heillaóskaskrá, tabula gratulatoria, vinsamlegast fylltu út eyðublaðið hér að neðan.

Ritið kostar 5.000 krónur og verður greiðsluseðill stofnaður á þá kennitölu sem skráð er.
* indicates required
Email Marketing Powered by MailChimp